10 æfingamistök

10 tímasóandi æfingaratriði

Æfir þú daglega en sérð lítinn árangur? Þá má vera að þú sért ekki að fullnýta æfingartímann. Notaðu dýrmætu mínúturnar þínar vel með því að halda þig fjarri 10 helstu atriðum sem sóa tíma þínum.

1. Léttar þyngdir, margar endurtekningar: Ef þú vilt byggja upp hraustan og sterkan líkama, þá verður þér ekkert ágengt með því að taka 50 endurtekningar með laufléttum lóðum. Auktu þyngdina og fækkaðu endurtekningunum þannig að þú getur ekki tekið meira en 15 – 20 endurtekningar í hverju setti.

2. Ekkert skipulag: Ekki ráfa um æfingarstöðina án þess að vera búin að skipuleggja hvaða æfingu þú ætlar að taka. Áður en þú byrjar æfinguna, útbúðu lista með sex til átta æfingum fyrir mismunandi vöðvahópa og hafðu í huga hvaða loftháðu æfingu þú ætlar að gera. Þegar þú mætir í æfingarstöðina, þá getur þú byrjað strax og ert ekki að velta þér upp úr því hvaða æfingar þú átt að taka.

3. Röng aðferð: Þér finnst þú vera að æfa stíft en án þess að beyta þér rétt ertu ekki aðeins að skemma árangurinn heldur eru talsverðar líkur á meiðslum. Fáðu rétta leiðsögn með því að spyrja fagmann á staðnum hvernig þú átt að beyta þér.

4. Of mikil hvíld: Ekki hvíla í meira en 30 til 90 sekúndur á milli setta. Ef að tækið sem þú ætlar að nota er í notkun, gerðu þá uppsetur eða armbeygjur á meðan þú bíður.

5. Félagsvera: Þó svo að æfingarfélagi sé góð hugmynd, vertu þá viss um að þú sért ekki að kjafta þig í gegnum æfinguna. Notaðu stóru orðin á meðan þið eruð að hita upp eða í lok æfinga. Einbeittu þér að sjálfri þér á meðan þú ert að æfa.

6. Hjakka í sama farinu: Vöðvarnir aðlaga sig að sama æfingarmynstrinu og eru fljótir að venjast aðferðinni sem virkaði áður. Vertu dugleg að breyta til. Prófaðu skíðvélina. Taktu dýfur á bekknum. Sippaðu. Taktu kraftstökk. Komdu vöðvunum á óvart til að hámarka árangurinn.

7. Lestur eða sjónvarpsgláp: Að vera upptekin af því að lesa tímarit eða horfa á sjónvarpsþátt getur verið gaman, en ef þú gerir það á meðan þú ert að æfa þá ertu mjög líklega ekki að leggja þig alla fram við æfinguna. Einbeittu þér að æfingunni og leggðu meira á þig.

8. Að einangra vöðvana: Að taka margar mismunandi æfingar fyrir hvern vöðvahóp getur leitt til þess að þú hefur lítinn tíma fyrir hvern vöðva. Einbeittu þér að æfingum sem þjálfa fleiri en einn vöðvahóp í einu, eins og armbeygjur, hnébeygjur, réttstöðulyftu sem nota marga vöðvahópa í einu.

9. Fataskipti: Gangtu inn í fataklefann, finndu skáp, skiptu um föt og reymdu skónna. Þetta getur tekið 10 mínútur. Farðu í æfingarfatnaðinn heima og byrjaðu æfingarnar strax þegar þú mætir í stöðina.

10. Kvöldæfingar: Þó svo að það sé frábært að geta æft á hvaða tíma dags sem er, þá eru meiri líkur á því að þú sleppir eða styttir æfinguna ef þú æfir seinnihluta dags. Þú veist aldrei hvað getur komið upp milli þess tíma sem þú vaknar og þangað til þú ferð á æfingu. Reyndu að æfa á morgnana til að ljúka æfingunni snemma og láttu þér líða vel það sem eftir er dagsins.