Fitubrennsla

Þetta eru þau ráð sem ég vil gefa þér ef þú ert að reyna að losa þig við fituna!

Góður svefn. Svefn er nauðsynlegur fyrir eðlilega virkni heilans og hugans og er einn af forsendum vellíðunar. „Myndaðu reglulegt svefnmynstur.“

Maturinn. Við verðum að vera meðvituð um næringuna sem við fáum úr matnum, og velja mat eftir gæðum ekki magni. „Forðastu sykurinn“

Regluleg hreyfing. Engin hreyfing er betri en önnur, aðalatriðið er að þú sért sátt/ur og að þér líði vel. „60 min á dag kemur deginum í lag“

Skipulag og Agi. Þín heilsa er á þinni ábyrgð. „Settu þér markmið“

Jákvæðni. Hún veitir almenna gleði og hamingju og minnkar líkur á veikindum. „Brostu“