Blog

Fimm reglur um mataræði til að fara eftir

1. Borðaðu eins mikið af grænmeti og þú getur

Grænmeti inniheldur lítið af hitaeiningum og er mjög ríkt af næringarefnum og trefjum, þú ættir því að borða grænmeti með öllum máltíðum. Eftirfarandi magn af grænmeti inniheldur aðeins um 200 hitaeiningar: 1 bolli af brokkólí, 1 bolli af blómkáli, 1 bolli af gulrótum, 1 bolli af kúrbít, 1 bolli af agúrku, 1 bolli af spínati, 1 bolli af papriku, 1 bolli af tómötum og einn stór portobello sveppur. Þú ættir líklega í erfiðleikum með að innbyrða allt þetta í einni máltið, þú værir einfaldlega löngu orðin södd!
En þú gætir hæglega drukkið einn og hálfan líter af gosi og þar með innbyrt þrefalt fleiri hitaeingingar, eða borðað lítinn ostborgara og innbyrt um 400 hitaeiningar. Bættu við frönskum og mjólkurhristingi og þá ertu að innbyrða um það bil fimm sinnum fleiri hitaeiningar heldur en í öllu grænmetinu sem var talið upp að ofan.
Ef þér finnst grænmeti ekki gott reyndu samt að finna eitthvað sem þú getur borðað. Svo er líka hægt að sáldra rifnum osti yfir, eða ólífuolíu eða alls konar sósum, jafnvel þótt það kosti þig slatta af hitaeiningum þá ertu samt að innbyrða mun færri hitaeiningar en ef þú fengir þér skyndibita.
Fáðu þér grænmeti með öllu sem þú eldar heima og ef þú borðar á veitingastað pantaðu þá alltaf grænmeti með matnum.

2. Drekktu hitaeiningasnauða drykki

Ef þú tekur út gosdrykki, safa, orkudrykki, boozt, bjór, vín og kaffidrykki þá getur þú sparað þér hundruð jafnvel þúsundir hitaeininga á dag. Það ræðst af hversu mikið þú drekkur á hverjum degi en það að skipta yfir í hitaeiningasnauða drykki getur leitt til þyngdartaps upp á einhver kíló á fáeinum mánuðum. Fáðu þér vatn að drekka eða ósætt te, þú getur jafnvel sett skvettu af safa út í vatn.

3. Borðaðu meira af ávöxtum

Margir tískumegrunarkúrar breiða út þann orðróm að ávextir séu fitandi. Ávextir eru ekki fitandi og þú ættir að borða eins mikið af þeim og mögulegt er. Jú þeir innihalda hitaeiningar en bentu á eina manneskju sem hefur orðið feit af því að borða of margar appelsínur, banana og vatnsmelónur! Fólk verður feitt af því að borða of mikinn steiktan mat, skyndibita, unnar matvörur og drekka sykraða drykki. Borðaðu ávexti á hverjum degi og með hverri einustu máltið ef þú getur. Borðaðu ávexti í staðinn fyrir sætan eftirrétt eða borðaðu minna af eftirréttinum og fáðu þér ávöxt í staðinn.

4. Borðaðu meira af góðum fitum

Ákveðnar tegundir af mat hafa það orðspor á sér að vera fitandi og margir forðast þær, til dæmis lárperur (avókadó), hnetur og ólífur. Það er ekki góð hugmynd þar sem þessar matartegundir innihalda fitur sem líkaminn þarf á að halda.
• Japlaðu á hnetum á hverjum degi. Átta valhnetuhelmingar (um það bil hnefafylli) innihalda um 100 hitaeiningar og mikið af trefjum. Ein sælgætisstöng inniheldur meira en 200 hitaeiningar.
• Fáðu þér ólífur sem snarl. Tíu svartar ólífur innihalda um það bil 50 hitaeiningar. Einn lítill skammtur af frönskum inniheldur um 300 hitaeiningar. Ólífurnar innihalda færri hitaeiningar og eru að mestu ómettaðar fitusýrur. Frönskurnar hafa fleiri hitaeiningar og eru háar í mettuðum fitusýrum, sem eru slæmar fyrir þig.
• Bættu lárperum í rétti. Smyrðu guacamole á ristað heilhveiti brauð í staðinn fyrir smjör. Hálf lárpera inniheldur 150 hitaeiningar ásamt hollum ómettuðum fitusýrum, vítamínum og steinefnum. Settu lárperu útí tómata- og basilíku salat ásamt skvettu af ólífuolíu, ediki, salti og pipar og salatið inniheldur minna en 200 hitaeiningar.

5. Slepptu aldrei morgunverði

Margir sem eru of þungir eiga það til að borða seint á kvöldin og þegar þeir vakna eru þeir ekki svangir og sleppa morgunverði. Þetta er uppskrift af ofáti. Ef þú gefur líkama þínum orku með því að borða litla skammta af mat með reglulegu millibili þá minnkar þú mjög líkurnar á því að fá mikla matarlöngun og borða yfir þig. Þar að auki eru meiri líkur á að þú sért með minni líkamsfitu þar sem miklar sveiflur í orkuinntöku ýta undir fitusöfnun.
Þessar einföldu lífstílsbreytingar munu hafa góð áhrif á líf þitt og mataræði og þér líður betur, þú verður heilbrigðari og þú léttist.