hefur nú bæst í körfuna þína.

Karfa

All Posts By

telma

Hindberja prótein ís

Eftir | Uppskriftir, Þeytingar & ís
  • 100 gr hindber
  • 100 gr banani
  • 50 gr eggjahvíta
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 skammtur prótein

Allt sett í blandarann og þeytt þar til creamy

Það má auðvitað nota eins mikinn klaka og maður kýs

Muna bara að því minni vökvi því þéttara og þykkra

Setja í skál og skreyta.

Súkkulaðisósa er súkkulaði smyrjan frá GoodGood, þynnt með smá vatni og hituð í örbylgjuofninum í 15 sek

Jarðaber og bláber on the top

Elska að fá mér svona eftir æfingu eða þegar mig lagar í ís sem er alla daga 😉

Sesamfræ kex

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 3 dl sesamfræ
  • 1 msk husk
  • ögn af salti, turmerik og hvítlaukskryddi
  • 2 egg
  • 1 dl vatn
  • 1 dl rifinn ostur

Blandið öllu saman og látið standa í 2 min

  1. Fletjið út á milli bökunarpappíra
  2. Bakið við 160°C min í 15 min
  3. Takið út og skerið í bita
  4. Setjið aftur inn í ofn, lækkið hitann niður í 130°C og bakið í 40 min eða þar til stökkt

Svakalega gott með hummus.

Salt karamellu kúlur

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 15 mjúkar döðlur
  • 1 ½ tsk vanilla  extract
  • ½ tsk sjávarsalt
  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk tahini
  • 1 msk kasjusmjör
  • Stevíu dropar m/ karamellubragði
  • 1 lúka saltaðar hnetur

 

Aðferð

  1. Öllu blandað vel saman í matvinnsluvél
  2. Rúllað upp í matarplast og fryst í 1 klst
  3. Mótið kúlur og veltið uppúr hnetukurli

Geymist í kæli

Súkkulaði kleinuhringir

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 1 bolli döðlur
  • ½ bolli möndlumjólk
  • ¼ bolli tahini eða hnetusmjör

Þeyta þetta saman í matvinnsluvél

Í aðra skál blanda vel saman:

  • ½ bolli haframjöl
  • ¼ bolli möndlumjöl
  • ¼ bolli kakóduft, sykurlaust
  • ½ tsk matarsódi
  • ¼ tsk salt

Blanda svo öllu vel saman og setja í form.
Ef þú átt ekki kleinuhringjaform þá notar þú muffinsform

Bakið við 180°C í 20 min og kælið

Súkkulaðikremið:

  • ¼ bolli tahini eða hnetusmjör
  • 2 tsk kakó
  • 2 msk sykurlaust sýróp

Hræra vel saman og smyrja ofaná hringina

Skraut:

Þynna smá hnetusmjör með vatni og sletta yfir og strá hesilhnetukurli yfir

Sætukartöflu franskar  

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

 

  • 2 sætar kartöflur
  • 2 msk olífolía
  • 2 tsk paprikuduft
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk hvítlaukduft
  • 1 tsk svartur pipar
  • ½ tsk Kúmen
  • ¼ tsk cayenne pipar

 

Takið utan af kartöflunum, gott að nota ostaskera

Skerið kartöfluna niður í franskar og skolið vel og þerrið

Blandið olíu og öllum kryddum saman í skál

Veltið kartöflunum uppúr kryddolíunni og raðið á bökunarpappír

Bakið  við 210°C 30 – 40 min

Kúrbíts Pasta með Hnetusósu og Cruncy Granola

Eftir | Matur & millimál, Uppskriftir

 

Sósan:

  • 100 gr tahini
  • 100 gr hnetusmjör
  • 1 tsk hvítlauks duft
  • ¼ tsk chili duft
  • 1 msk hvítvíns vinegar
  • 1 msk Tamari sósa
  • 2 msk agave síróp
  • 5 msk vatn eða meira

Blandið öllu vel saman

 

Granola:

  • 6 msk af sósunni (120gr)
  • 1 bolli haframjöl (80gr)

Blandið vel saman og dreyfið á bökunarpappír

Bakið við 180° í 10 min

Stráið 1 msk af sesamfræjum og bakið í 10 min í viðbót

 

Pasta:

Takið stóran Kúrbít ca. 500gr og rífið niður í ræmur  (má nota heilhveitinúðlur)

 

Fyrir einn:

Takið ½ msk af sósunni og þynnið með 2 msk af vatni

Blandið vel saman við Kúrbítinn og setjið í skál, kurlið ¼ af granola yfir

Skreytið með eplasneiðum, það er alveg nauðsynlegt með þessu!

Súkkulaðibrauð með döðlum og pekan

Eftir | Góðgæti & bakstur, Uppskriftir
  • 3 bananar
  • ¼ bolli kókosolía, mjúk
  • 2 egg
  • 1 bolli möndlumjólk
  • 2 bollar spelt
  • ½ bolli sukrin gold
  • 3 msk kakóduft, sykurlaust
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsodi
  • 1 tsk salt
  • 10 döðlur
  • 30 pekan hnetur

 

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnum saman í skál
  2. Blandið öllu þessu blauta saman í blandaranum
  3. Blandið svo þurrefnum saman við
  4. Að lokum blandið döðlum og pecanhnetum við með sleif
  5. Hellið í hringlaga form

 

Bakið við 170°C í 40 min eða þar til pinni sem stungið er í kemur þurr upp

Mjög gott eitt og sér eða með smjöri, smurosti, osti eða bananasneiðum

Hvað er kolvetni?

Eftir | Heilsublogg

Kolvetni er orkugjafi sem inniheldur 4 kaloríur per gram. Við fáum kolvetni aðalega úr jurtafæðu og svo er mjólk nánast eina dýraafurðin sem inniheldur kolvetni. Kolvetni gefa orku, spara prótein og flytja með sér nauðsynleg trefjaefni.

Skipta má kolvetnafæðu í 3 flokka:

Í fyrsta flokknum er mikilvæg kolvetnafæða, þar fáum við aðalgega sterkju en einnig trefjaefni ef þær eru úr heilkorni. Kornmatur, grautar, morgunkorn, brauð, kex, hrökkbrauð, hrísgrjón, kartöflur og baunir.

Í öðrum flokknum fáum við mjög mikið af kolvetnum, enn það er aðalega unninn, viðbættur sykur og lítið af trefjum og öðrum næringarefnum. Sykur, sælgæti, ís, frostpinnar, gosdrykkir, sulta, marmelaði, sætar kökur, sætt kex, sætt morgunkorn.

Í þriðja flokknum fáum við sykurtegundirnar í sinni nátturulegu mynd. Auk þess fáum við trefjaefni og mörg lífsnauðsynleg vitamin og steinefni.Grænmeti, rótarávextir, ávextir, ber, ávaxtasafi, mjólk, súrmjólk og flestar mjólkurafurðir nema ostar.

Dæmi um nokkrar sykurtegundir 

Hvítur sykur (tvísykran súkrósi). Hreinsaður sykur sem búið er að vinna mikið og bleikja til að gera hann hvítan. Vegna þess hversu mikið hann er unnin, er hann næringarsnauður. “Tómar hitaeiningar”.

Púðursykur (brown sugar). Er mikið unninn sykur. Hann er tekinn seint í sykurferlinum og við hann er bætt svokölluðum melassa (sýróp sem myndast við vinnslu sykurs) sem gerir hann brúnan og breytir bragðinu líka töluvert. Hann inniheldur mikinn raka og verður glerharður ef hann nær að þorna. Því dekkri sykur því meiri melassi.

Hrásykur. Óhreinsaður sykur. Það sem er betra við hann en hvítan sykur er að hann inniheldur töluvert meira af stein- og snefilefnum og B-vítamínum. Hann er því betri kostur en athugið að orkuinnihald hans er samt svipað og í öðrum sykri.

Náttúruleg sætuefni. Fyrir utan hrásykurinn má nefna hrísgrjónasíróp, epla- og perusíróp og agavesíróp . Innihalda einnig töluvert af stein- og snefilefnum og eru því betri kostur en hvíti sykurinn.

Ávaxtasykur (einsykran frúktósi) er sætari á bragðið en hvítur sykur og því hægt að nota minna magn af honum í t.d. bakstri.