Steinunn Salome

steinunnf mitt án líkamsræktar var frekar rólegt verð ég að segja, hreyfði mig sama og ekkert. Mér leið alls ekki beint illa enda hef ég alltaf verið í kjörþyngd, en gæti ekki hugsað mér að stunda enga líkamsrækt í dag. Munurinn er svo mikill, bæði andlega og líkamlega. Það er svo heilbrigt að hreyfa sig, manni líður svo vel og ekki skemmir félagsskapurinn.

Ég var nýlega búin að eignast mitt annað barn og fann að ég var ekkert að fara losna við aukakílóin sjálf. Mér leið eins og kílóin væru bara pikk föst, þannig að ég ákvað að skrá mig í aðhaldsnámskeið en þyngdist bara á því og ekkert var að ganga, það var bara ekki fyrir mig.

Ég var búin að vera að fylgjast með Telmu alveg í 3 mánuði og ákvað að láta þetta eftir mér, að þessi manneskju mundi sko ná að hjálpa mér, hún væri bæði svo jákvæð og ákveðin og það var einmitt sem ég þurfit. Strax á fyrsta mánuðinum byrjuðu cm að fjúka og gott betur en það. Telma er fagmannskja í sínu fagi og alltaf tilbúin að hjálpa manni, ótrúleg á alla kanta bæði sem þjálfari og vinkona.

Fyrsta minningin úr tímanum …. eldrauð í framan, lafmóð og sveitt :O) en mér leið vel eftir á, bæði á líkama og sál og ótrúlega stolt að vera byrjuð. Fengum góðan fyrirlestur eftir tímann og Telma svaraði öllum spurningum, man marga góða gullmola.

Mer finnst þjálfunin alltaf skemmtileg, rosalega breytileg og erum aldrei að gera það sama. Mér finnst rosalega þæginlegt að mæta þar sem þjálfarinn bíður eftir mér og segir mér hvað ég eigi að gera, æfingarnar biða eftir manni. Felagskapurinn er líka frábær og alltaf svo mikil jákvæðni í kringum mann.

Mér líður rosalega vel í dag, gæti ekki verið sáttari. Bý mér alltaf til ný markmið og reyni að ná þeim.

Framtíðin verður allavega með jákvæðni, hollum lífstíl og rækta líkama og sál.

Matur í lífi Steinunnar:
Morgunmatur:   Kanilgrautur með eplum Sjá uppskrift
Snarl:
   Melóna
Hádegismatur:  Skyr, grasker, vínber, jarðaber og lúka af múslí
Snarl:  Hvítkálsblöð með kjúkling, papriku, gúrku og Eat-Smart í vatn
Kvöldmatur: Silungur með spínati, kókos og sætri kartöflu:  Sjá uppskrift
Snarl: Vatnsmelónu og lime mixað i blender með miklum klaka

Æfingar í lífi Steinunnar:
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku. Fer reglulega í þrekhring og á brennsluvélarnar.