Margrét Erla H

margretÉg ákvað að fara til Telmu vegna þess að ég þekki nokkrar dömur sem höfðu farið til hennar í þjálfun og þvílíkar breytinga á þeim og árangurinn ótrúlegur, þetta eru ekki sömu manneskjurnar. Ég hugsaði með mér að first að þær gætu þetta þá gæti ég þetta líka. ;o)

Ég man vel eftir fyrsta tímanum, ég var mætt upp í hress með vinkonu mínum og Telma lét okkur púla á meðan að hópurinn var mældur. Ég man svo vel eftir því hvað ég var spennt og glöð yfir því að vera búin að taka stóra skrefið og komin af stað, þetta var erfitt en skemmtilegt verkefni sem beið mín. Reyndar var ég búin að panta pláss fyrir okkur Brimrúnu um sumarið enda ætluðum við ekki að missa af því að komast til besta og vinsælasta þjálfara landsins.

Áður en ég byrjaði í reglulegri þjálfun hjá Telmu þá var ég bara venjuleg húsmóðir sem hafði bætt á sig í gegnum árin, ég borðaði það sem við langaði í og pældi ekki mikið meira í mataræði en það. Mér leið samt mjög vel og var ánægð með sjálfan mig, enda gerði ég mér ekki grein fyrir því hvernig ég var orðin. Eftir að ég útskrifast þá náði ég mínum hápunkti hvað þyngd varðar. En eftir að ég byrjaði að vinna á nýjum vinnustað þá tók ég til í skápunum og fór að borða hollari mat og hreifa mig, það virkaði mjög vel. En ég átti nóg eftir þegar að við vinkonurnar ákváðum að byrja hjá Telmu. Ég fékk vægt sjokk þegar að sannleikurinn kom í ljós og mikið rosaleg var ég vonsvikin þegar að ég vissi hvað ég var í fituprósentu. Með því að mæta 3 sinnum í viku í þjálfun hjá Telmu fóru hlutirnir að gerast og árangurinn leyndi sé ekki enda veit Telma alveg hvað hún er að gera.

Þjálfunin er ótrúlega góð,skemmtileg og fjölbreytt, og æfingarnar geta verið drulluerfðar, þá er líka dásamlegt að hafa komist í gegnum hana. Aldrei eru tvær æfinga eins sem gerir það að verkum að maður fær ekki leið.
Telma er fagmaður á sínu sviði með mikinn metnað sem skilar sér í góður árangri hjá þeim sem til hennar koma. Ég væri ekki í þessu formi sem ég er i dag nema vegna þess að ég fór til hennar. Mér líður vel og er hamingjusöm og ánægð þó svo að ég sé í stanslausri baráttu við sjálfan mig. Það er ekki auðvelt að breyta sínum lífstíl en allgjörlega þess virði og ég fékk mjög góða hjálp og leiðsögn frá Telmu.

Matseðlarnir og innkaupalistarnir eru allgjör snilld og nauðsynlegir ef maður ætlar að ná árangir. Ég þarf mitt aðhald og er svo sannarlega búin að finna það sem henta mér best og það er að þjálfa undir leiðsögn Telmu og njóta þess að vera til.;o)

Það hefur aldrei komið til greina hjá mér að sleppa æfingu og segir það allt sem sega þarf um þjálfunina.

Ég ætla að halda áfram að stunda líkamsrækt og lyftingar, engin spurning!

Matur í lífi Margrétar:
Morgunmatur:
 Appelsínudrykkur:  Sjá uppskrift
Snarl:
 Lúka af rúsínum + 10 valhnetur
Hádegismatur: Hreint skyr, jarðaber, bláber, ½ banani, kókosflögur og graskerfræ sett í skál!
Snarl: Ristabrauð  m/soðnu eggi, kjúklingaáleggi og gúrku. Te
Kvöldmatur: Mjór Mexíkani:  Sjá uppskrift
Snarl:
 Hreint prótein ef ég er svöng

Æfingar í lífi Margrétar:
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku, tek brennslu 2x í viku í ca. 45-60 min hlaupa, skíðavél, þrekstiginn og svo fer ég 1 x í viku í stöðvaþjálfun.