Lilja Björk G

liljaÉg hafði áður prófað að kaupa mér kort í ræktinni en kom mér aldrei í rétta gírinn, vissi í rauninni ekkert hvað ég átti að gera eða hvernig ég ætti að fara að því. Áður en ég byrjaði var ég hænufeti frá þriggja stafa tölunni og var ósátt við sjálfa mig. Ég leitaði huggunar í mat og nammi í hvert skipti sem mér leið illa. Þegar ég eignaðist eldri son minn fékk ég fæðingarþunglyndi og það gerði mér enn erfiðara að koma mér af stað í ræktina og kílóinn hrúguðust á mig hægt og rólega.

Ástæðan fyrir því að ég fór að æfa er Svönu vinkonu minni að þakka. Hún var búin að vera nokkra mánuði hjá Telmu og ég sá alla breytinguna á henni. Hún stóð sig svo vel og ég sá hvað henni leið vel í þessum breytta lífstíl. Það var mín hvatning að sjá að þetta er hægt!!!

Fyrsta minningin mín frá fyrsta tímanum er í rauninni þegar við Svana erum að púla og ég hugsaði “shit” hvað þetta er erfitt, ég á aldrei eftir að geta þetta, ætli þetta eigi ekki eftir að vera auðveldara með tímanum! En mér leið svo vel eftir tímann og ég var svo ánægð með mig og að hafa náð að klára þetta. Telma var svo dugleg og jákvæð að hvetja mig áfram allan tímann að ég vildi ekki gefast upp. Það skiptir svo miklu að hafa þjálfara sem er bæði klár í því sem hún er að gera og útgeislunin og jækvæðnin er svo mikil að maður smitast út frá því og smám saman fer maður að trúa því að maður geti þetta, það sé í rauninni hægt að létta sig um 30+ kíló.

Þjálfunin er náttúrulega bara æði, það er mikil fjölbreytni og aldrei þannig að maður sé að gera sömu æfingarnar mörg skipti í röð. Þetta er mjög mikilvægt svo maður fái ekki leið á æfingunum. Einnig finnst mér mjög gaman og gott að vera í hóp, það er styrkur í því að vera með hinum og svo myndast svo góð stemming í hópnum, það líka hvatning og gaman að sjá hinar stelpurnar hvernig þeim gengur.

Ástæðan fyrir því að ég er enn í þjálfun eftir allan þennan tíma er einfaldleg að ég er orðin háð Telmu!! Mér finnst svo gott að fá stuðninginn frá henni og matseðlana þó svo að ég geti ekki alltaf náð að fara eftir þeim þá reyni ég það. Þetta er gott aðhald að mæta á vigtina 2x í viku og þá passa ég mig mun betur heldur en ella. Líka er það sem mestu máli skiptir í þessu er að það er einhver að “bíða” eftir manni, ég á þennan tíma og ég ætla sko ekki að sleppa honum það er svo gaman!

Liðan mín í dag er gjörólík frá því sem hún var. Ég er mun léttari í lund. Ég dett ekki eins auðveldlega í þunglyndið eins og ég gerði áður. Ég er meðvitaðri um mig og að ég verði að hlúa að mér og þetta er stærsti parturinn í því hjá mér. Ég get ekki hugsað mér að hætta að æfa. Þetta er mín stund sem ég á fyrir sjálfa mig.

Framtíðin er bara björt! Nú er ég að ganga með mitt annað barn og ég læt það ekki stoppa mig heldur geri ég það sem ég get gert og kem svo sterk til baka þegar barnið er fætt, klára dæmið með stæl og tek af mér þessi 5-8 kg. sem eftir eru 🙂

Matur í lífi Lilju:
Morgunmatur: Bananasplitt drykkur:  Sjá uppskrift
Snarl: Hreint Jógúrt
Hádegismatur: Heilsubrauð m/létt smurosti, áleggi, gúrku, papriku, rauðlauk, egg og káli
Snarl: Eat-Smart jarðaberja m/frosnum jarðaberjum
Kvöldmatur: Egg réttur Stjána Bláa : Sjá uppskrift
Snarl: Gúrka ef svöng

Æfingar í lífi Lilju:
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku, tek brennslu 1 x í viku í ca. 45-60 min hlaupa, skíðavél, þrekstiginn og svo fer ég 1 x í viku í Body Attack og 1 x í viku í stöðvaþjálfun.