Klara Ottósdóttir

Mérklara leið ekki vel, það var alltaf leiðinlegt að klæða sig á morgnana, allstaðar var aukadrasl á manni sem kom útundan fötunum. Það má segja að Lífið hafi verið ömurlegt án líkamsræktar.

Ég byrjaði á að fara á aðhaldsnámskeið í Hress, sem er góð leið til að koma manni af stað, en svo kom að því að ég vildi gera meira og betur og því ákvað ég að fara I þjálfun til Telmu, ég hafði bara heyrt svo rosalega góða hluti um hana og ég sá hvað stelpurnar skemmtu sér vel sem voru hjá henna.

Ég man hvað fyrsti tíminn var skemmtilega erfiður enn samt rosagóður. Ég fann strax að þetta var næsta skref að betra formi.

Ég er ennþá í þjálfun því mér finnst gott að hafa einhvern til “öskra” á mig og hvetja mig áfram. Það er svo mikil fjölbreytni í æfingum og prógrömmum, sem skiptir miklu máli.
Það er aldrei leiðinlegt að mæta á æfingar, ekki einu seinni á nóttunni.

Mér hefur aldrei liðið betur, ég er ekki hætt, ég ætla að halda áfram að þjálfa líkamann og komast í enn betra form. Halda áfram að líða vel og vera ánægð með sjálfa mig.

Matur í lífi Klöru:
Morgunmatur:
  Eat-Smart súkkulaði mixað með klaka
Snarl: Cantalope Melóna
Hádegismatur: Laxa salat Sjá uppskrift
Snarl: Ristað gróft brauð með létt smurosti
Kvöldmatur: Grilluð nautasteik, sæt kartafla og létt pipardressing
Snarl: Hnetur

Æfingar í lífi Klöru:
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku.

Fer reglulega að hlaupa og á brennsluvélarnar, allt upp í 60 min 3 x í viku