Erna Sigríður

Éernag byrjaði að stunda líkamsrækt fyrir ca 8 árum og hef haldið því við ótrauð síðan og eignast tvö börn á því tímabili.

Það er erfitt að lýsa því hvað líkamsrækt gerir mikið fyrir mig, ég lít á líkamsrækt sem besta geðlyf í heimi.

Ég var oftast óánægð með sjálfa mig, var með lítið sjálfstraust, sóttist í sætindi og klæddi mig einungis í svört föt. Ég fór fyrst til Telmu í þjálfun þegar dóttir mín ( seinna barn) var um þriggja mánaða gömul.

Ég var búin að fylgjast með Telmu sem þjálfara í nokkurn tíma og leist vel á árangurinn hjá liðinu hennar, ekkert smá góður! Loks sló ég til, pantaði mér tíma og lét verða af því orðin ca. 15 kílóum of þung eftir meðgönguna. Ég hélt ég að myndi drepast eftir fyrsta tímann, flökraði og var gjörsamlega búin á því. Svo var mæling og þá brast ég á grát þegar heim var komið, fannst þessar tölur alveg skelfilegar og að þurfa að byrja á byrjuninni aftur.

En eftir fyrstu vikurnar fór að renna af mér, þökk sé þjálfuninni og matarprógramminu og sjáfstraustið jókst til muna. Ég fór að verða ánægðari og léttari á mér og fór að sjá fyrir endann á meðgöngukílóunum, því þrátt fyrir að hafa æft alla meðgönguna þá sátu 14 kíló eftir. Telma var ótrúlega hvetjandi hefur allt sem góður þjálfari þarf að hafa. Prógrammið er úthugsað og Telma vinnur fyrir hverri einustu krónu sem fagmaður sem veit nákvæmilega hvað hún er að gera. Svo eftir tíma hjá henni þá er hún yfirleitt búin að senda tölvupóst með fróðleik um allt frá réttu mataræði og æfingum til allskyns afþreyingar, maður kemst strax í gírinn við lesturinn og hún heldur manni algjörlega við efnið.

Mér gæti ekki liðið betur í dag og ég hlakka til að mæta í næsta tíma og láta reka mig áfram.. Svo eru æfingarnar svo fjölbreyttar og krefjandi og alltaf eitthvað í gangi.

Ég sé framtíðina í björtu ljósi með líkamsrækt.

Matur í lífi Ernu:
Morgunmatur:
 Ostakökudrykkur: Sjá uppskrift
Snarl: Pera
Hádegismatur: Kroppapíta: Sjá uppskrift
Snarl: Vanilluskyrdrykkur + kiwi
Kvöldmatur: Kjúklingur, cous cous og spínatsalat
Snarl: Hreint prótein ef ég er svöng

Æfingar í lífi Ernu:
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku og fór í Body Step, Body Attack og á brennslutækin 3-4 x í viku 60 min í senn.