Dagbjört Rún

dagbjort_runÉg hafði alltaf verið of þung og auka kílóin vandamál. Hugsunin var sú að ég væri bara svona stórbeinótt, væri ekki fíngerð og því yrði ég aldrei grönn. Fyrir c.a 8 árum fitnaði ég rosalega mikið þegar ég hætti að reykja og hætti að hugsa um sjálfa mig. Þegar ég var orðin sem þyngst var ég orðin 95 kg. Þá fór ég í mikið átak og missti 20kg sem komu svo að stórum hluta til aftur eftir meðgöngu. Andleg og líkamleg líðan var ekki góð og í september 2007 þegar dóttir mín var eins árs byrjaði ég svo í þjálfun hjá Telmu.

Ég hafði lengi verið að hugsa um að drífa mig til hennar, enda heyrt hvað hún væri góður þjálfari sem næði frábærum árangri með sína viðskiptavini. Þegar ég byrjaði var ég alveg komin með nóg á því að vera of þung og leið alls ekki vel, ég hafði ætlað að ná af mér þeim kílóum sem ég bætti á mig á meðgöngunni en það hafði ekki gengið vel og talan á viktinni fór aðeins hækkandi með hverri vikunni. Ég sá því að ef ekkert yrði að gert fljótlega myndi ég enda í sömu hræðilegu þyngd og áður. Þarna var því nóg komið og dreif ég mig af stað.

Þegar ég mætti í fyrsta tímann var ég alveg tilbúin að gera eitthvað í mínum málum og spennt að takast á við þetta verkefni. Fyrsta vikan var mjög erfið þar sem ég var ekki í neinu formi og með hrikalega lélegt þol. Eftir sumar æfingarnar langaði mig bara til að æla en smátt og smátt jókst þolið og getan. Það að æfa í svona hóp er líka svo skemmtilegt, góður félagsskapur og hvatning frá hinum sem eru með manni í hóp. Stuðningurinn sem Telma hefur veitt mér er ótrúlegur, hún hvetur mig áfram og lætur mig gera meira en ég hef talið mér trú um að geta. Ég hafði aldrei haft sérstaka trú á því að ég gæti náð slíkum árangri eins og ég hef náð, en Telma hvatti mig áfram og hafði trú á mér. Í hópþjálfuninni erum við líka viktuð tvisvar í viku og það er nauðsynlegt aðhald fyrir mig, enn þann dag í dag. Það heldur mér við efnið og veitir ótrúlegt aðhald.

Líðanin er gjörbreytt, ég er auðvitað mun léttari á mér og búin að komast að því að ég get gert allt sem ég set mér markmið um að gera. Einnig hefur viðhorf mitt til hreyfingar og matarræðis breyst. Lífið snýst um svo miklu meira en bara það að borða á sig gat. Með þeirri fræðslu sem Telma hefur veitt mér hef ég öðlast annað viðhorf til matar og hvernig eigi að umgangast hann.
Hreyfing og hollt matarræði eru orðinn hluti af mínu lífsstíl, enda hlakkar mig til að mæta á æfingar á hverjum degi, því ég veit að af þeim líður mér svo miklu betur og get afkastað meira í mínu daglega lífi.

Matur í lífi Dagbjartar:
Morgunmatur:
 Fitness ÍS: Sjá uppskrift
Snarl:
 Grape
Hádegismatur: Túnfiskur, kotasæla, speltpasta, vínber og vel af grænmeti
Snarl: 2 hrökkbrauð m/kjúklingaáleggi, egg, gúrka, og valhnetur
Kvöldmatur: Lúxussalat m/ kjúklingabringu: Sjá uppskrift
Snarl: Hreint prótein ef ég er svöng

Æfingar í lífi Dagbjartar:
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku, tek brennslu 3x í viku í ca. 60 min og reyni að hafa hana sem fjölbreyttasta t.d hjóla –hlaupa – þrekstigann eða fer í tíma eins og Stöðvaþjálfun og Body attack!