Dagbjört Ólafsdóttir

dagbjortÉg flutti í Hafnarfjörðin ágúst 2003 og sá þá stóra auglýsingu frá Hress. Ég stóðst hana ekki og byrjaði strax í ræktinni, þá 90 kg. Ég var engan veginn sátt við mig eins og ég var. Hafði lítið þol, var stirð og hafði engan styrk. Ég byrjaði á því að fara á átaksnámskeið og út frá því fór ég í einkaþjálfun.

Ég fór til Telmu því hún er svo hress að það smitar alla stöðina. Hjá henni er ekki hægt að vera leiður, hún hvetur mann áfram með jákvæðni og trú. Með hennar hjálp lít ég allt öðrum augum á sjálfan mig og lífið sjálf.

Í dag er ég 20 kg. léttari á líkama og sál. Ég mun aldrei gefast upp og hætta að hreyfa mig, það þýðir bara eitt… að gefast upp á sjálfum sér!

Telma hefur sett upp æfingar og mataræði sem hentar öllum, hvort sem þú ert byrjandi eða íþróttamaður. Þvílikan metnað hef ég aldei séð, alveg ótrúlegir allir þessi póstar og matseðlar sem maður fær i hverri einustu viku, það er mikil hjálp. Hún er fljót að svara pósti ef ég sendi á hana spurningu, sem segir manni að hún hefur áhuga á sínu starfi og sinnir því vel.

Ég sé framtíðina bjarta og góða í góðu líkamlegu ástandi. Ég er rétt að byrja!

Matur í lífi Dagbjartar:
Morgunmatur: Smartur Mocha Latte:  Sjá uppskrift
Snarl: Banani
Hádegismatur: Heilhveiti Tortilla,grænmeti,kotasæla,salsa og svartar baunir.
Snarl: Skyrdrykkur + epli
Kvöldmatur: Ofnbakaður „Hvítlauks“þorskur: Sjá uppskrift
Snarl:  Gulrætur ef svöng

Æfingar í lífi Dagbjartar
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku, fer svo í Body Pump, stöðvaþjálfun og spinning hina dagana til að halda mér í góða skapinu.