Brimrún Björgólfsd

brimrun (1)Þegar ég var orðin 17 ára þá byrjaði ég fyrst að hugsa um þyngd og fitu. Þá var ég samt bara rétt að byrja að fitna. Síðan fór ég að vinna í sjoppum og borðaði bara ruslfæði. Þegar ég var 19 ára þá var ég búin að bæta vel á mig. ‘Eg hélt samt coolinu og vildi ekki viðurkenna að ég væri orðin feit. Ég var svo oft búin að reyna að æfa sjálf en ég náði engum árangri. Þannig að þetta bara versnaði og versnaði og ég fór bara að hunsa það meira og meira að ég væri að fitna.

Síðan frétti ég af Telmu, þessum snildar þjálfara, sem væri búin að hjálpa fullt af stelpum að ná mjög góðum árangri. Mér fannst það hjálpa til við valið á þjálfaranum að hún hafði sjálf verið feit og myndi því skilja hvað ég væri að ganga í gegnum.

Ég fór í hópþjálfun hjá henni og var með alls konar stelpum í hóp. Stelpum sem ég taldi vera miklu þyngri en ég, en voru það svo ekki. Þær voru bara öðruvísi vaxnar, og síðan stelpum sem ég taldi vera allt of mjóar, sem voru það ekki þær voru bara mjóar miðað við mig. Sumar voru þarna til að styrkja sig og aðrar til að grenna sig.

Ég man eftir fyrsta deginum þá hélt ég að þetta yrði svona auðveldur tími eins og mér fannst alltaf þegar ég fór á námskeið. En það var það alls ekki, ég var send beint á vigtina, í mælingu og fékk það óþvegið framan í mig að ég væri alltof feit og í mjög slæmu formi. Síðan var bara hörku tími og ég hafði aldrei svitnað svona mikið og mér fannst ég alveg vera að drepast við hverja æfingu. Síðan þegar tíminn var búin þá fannst mér ég bara helmingi léttari, ég fékk svona sælu tilfinningu.. Með hverjum tímanum sem leið þá varð ég alltaf betri og ánægðari. Enda var ég strax að ná mjög góðum árangri.

Telma trúir á mann og gefur manni trú um að maður geti þetta, það er svo mikilvægt. Hún gefur manni ótrúlegan kraft til að klára hverja æfingu. Hún sendir frábæra pósta sem halda manni á tánum allan tímann. Hrósar manni á föstudögum eftir góða æfingaviku og svo bíður hún við vigtina á mánudögum, sem verður til þess að ég er ekki að freistast í eitthvað sukk.

Mér líður svo vel að ég get ekki hugsað mér að missa úr tíma. Ég er enn í þjálfun og ætla ekki að hætta fyrr en ég er orðin flottust.

Góður þjálfari þekkir þig og sér ef eitthvað er að. Telma er dæmi um góðan þjálfara, þar sem hún vissi að ég væri ólétt á undan mér, sendi mig af æfingu í skoðun og viti menn, hún hafði rétt fyrir sér!

Matur í lífi Brimrúnar:
Morgunmatur: Spínatdrykkur íþóttamannsins: Sjá uppskrift
Snarl: ½ banani + 5 hnetur
Hádegismatur: Gróft pasta,gúrka,paprika,kotasæla,kjúklingaálegg og egg
Snarl: Flatkaka m/léttsmurosti og gúrku
Kvöldmatur: Silungur með spínati, kókos og sætri kartöflu: Sjá uppskrift
Snarl: Hreint prótein ef ég er svöng

Æfingar í lífi Brimrúnar:
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku, tek brennslu 2x í viku í ca. 45-60 min hlaup, skíðavél, þrekstiginn og set sjálf upp brennsluæfingar í tækjasalnum 1-2 x i viku og ég elska að sippa.