Ása Hrund Ottósdóttir

asaMér leið ekki vel og ég var engan vegin sátt við það hvernig ég leit út.  Ég var orðin alltof þung og það var löngu kominn tími til að gera eitthvað í því. Ég borðaði óhollan mat, skyndibita, nammi og gos.

Ég hafði heyrt að Hópþjálfun væri mjög góð leið til að byrja og systur mínar voru báðar búnar að vera hjá Telmu og náð mjög góðum árangri og þeim fannst virkilega gaman að æfa, sem er stór plús.

Ég gleymi aldrei fyrsta tímanum hann var frekar erfiður og ég var mjög stressuð. Ég hélt að allir væru að fylgjast með mér, feitu nýju stelpunni. En Telma hughreysti mig og sagði að það væri enginn að fylgjast með mér heldur væri allir þarna fyrir sjálfa sig og flestir búnir að vera í sömu sporum og ég. Mér leið rosa vel eftir tímann og þá vissi ég strax að ég myndi ná markmiðunum mínum með hennar hjálp.

Mér finnst endalaust gaman að mæta á æfingar. Telma sér til þess að æfingarnar séu rétt gerðar og að maður taki vel á því. Hún er snillingur í að finna upp nýjar og skemmtilegar æfingar.

Mér liður svo vel í dag, bæði andlega og líkamlega. Er í góðu formi og get gert allt sem mig langar til. Er mun sáttari við sjáfla mig og útlitið.

Framtíðina sé ég fyrir mér að ég verði ennþá í ræktinni og hlaupandi upp um fjöll og firnindi.

Telma er alltaf til staðar fyrir mig og hvetur mig áfram og skammar mig ef þess þarf.

Matur í lífi Ásu
Morgunmatur:  After Eight næringadrykkur: Sjá uppskrift
Snarl: appelsína
Hádegismatur: Gróf tortilla – salsa – gúrka – paprika – kjúklingastrimlar
Snarl: Hreint jógúrt + 10 vínber og lúka af graskerfræjum
Kvöldmatur: Ofnbakaður Lax – salat og létt dressing: Sjá uppskrift
Snarl: Hreint prótein ef ég er svöng

Æfingar í lífi Ásu:
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku, tek brennslu 3x í viku í ca. 60 min og reyni að hafa hana sem fjölbreyttasta t.d hjóla – hlaupa – þrekstigann eða fer í fjallgöngur.