Agnes og Ágúst

agnesÉg hafði alla tíð verið of þung, bara mismikið.

Fyrir þremur árum var ég að undirbúa brúðkaupið mitt.  Ég var alls ekki sátt við hvernig ég leit út og leið bara ekki vel með  sjálfa mig. Ég og maðurinn minn höfðum prófað að fara í einkaþjálfun áður og reynt að stunda reglubundna hreyfingu, en það hafði einhvern vegin dáið út.  Okkur var bent á Telmu, og ákváðum að slá til og skella okkur saman í einkaþjálfun til hennar

Að vakna fyrir kl. 6 þennan maí morgun var gífurlega erfitt. Ég var sko ekki  manngerðinn í að byrja að púla við sólarupprás. Ég var kannski ekki manngerðin í að púla yfirhöfðuð, en ég hafði fengið mig fullsadda á eigin útliti og þeirri vanlíðan sem fylgdi því að vera of þung.

Erfiðara fannst mér að stíga inn á líkamsræktarstöðina. Mér leið illa að koma inn í fyrsta skipti, fannst allir vera að glápa á hlunkinn mig í snjáðu joggingbuxunum og teygða bolnum. Mig langaði eiginlega að hlaupa út aftur. Var agalega lítil í mér. En ég hljóp ekki ekki í burtu, ég hljóp bara á brettinu… og er ennþá að hlaupa!

Telma tók á móti okkur með bros á vör og full af orku og jákvæðni sem sannarlega smitaði út frá sér. Það tók mig ekki langan tíma að öðlast meira öryggi í ræktinni með hjálp Telmu og mér leið ekki lengur illa í eigin skinni. Ég komst líka að því að það er enginn að spá í næsta manni, það voru óþarfa áhyggjur sem ég veit að eru mjög algengar hjá þeim sem eru að byrja að æfa.
Kílóin og sentimetrarnir fuku og ókunnugt fólk sem var að æfa á sama stað fór  jafnvel að hrósa mér. Það þótti mér líka ákaflega vænt um og var mér mikil hvatning.

Við æfðum hjá Telmu meira og minna í 2 ár með hléum og hefur hún hjálpað mér gífurlega mikið. Að mínu mati er nauðsynlegt að hafa góðan þjálfara þegar maður byrjar að æfa, og hafa aðgang að honum eins og maður þarf á að halda, öflugt prógram til að fylgja eftir og endurnýja það eftir þörfum. Mér finnst líka gott að geta farið til Telmu í mælingar reglulega til að fylgjast með stöðunni og í hóptíma til hennar þegar ég finn að ég er að staðna í æfingum eða þarf extra aðhald.

Telma hefur veitt mér mikinn stuðning. Hún hvetur mig þegar ég er að gefast upp og hrósar óspart þegar ég á það skilið. Mér finnt hún skremmtilegur og persónulegur þjálfari sem tekur tillit til þarfa hvers og eins. Hún er líka gífurlega krefjandi og ýtir manni út á ystu nöf í æfingum.

Telma hefur líka kennt mér mikið varðandi heilbrigðan lífstíl og heilbrigt mataræði. Hún býr yfir miklum fróðleik, og er alltaf tilbúin að miðla af þekkingu sinni og reynslu.

Matur í lífi Agnesar
Morgunmatur:
  Snickers grautur uppskrift
snarl:
 Pera
Hádegismatur: Kjúklingasnakk uppskrift
Snarl:
 Eat Smart + ávöxtur
Kvöldmatur: Sushi Lax   uppskrift
Snarl:
  Prótein í vatn eða hreint jógúrt

Æfingar í lífi Agnesar:
Hópþjálfun hjá Telmu 3 x í viku, tek brennslu 3x í viku í ca. 60 min og reyni að hafa hana sem fjölbreyttasta t.d hjóla –hlaupa – þrekstigann eða fer út að hjóla eða hlaupa.